Hljómsveitina skipa systurnar Anna Tara Andrésdóttir sem syngur og spilar á gítar og Katrín Helga Andrésdóttir sem syngur og spilar á trompet. Ingvi Rafn Björgvinsson spilar á bassa og Kristján Freyr Einarsson spilar á trommur.
 
Systurnar semja alla texta og flest lögin en Hafsteinn Helgi Halldórsson samdi gítarriffið í Kynþokkafull.
 
Darri, 11 ára sonur trommuleikarans sagði að þetta væri svona kynferðistónlist, ætli það lýsi hljómsveitinni ekki nokkuð vel.