.jpg)
Á opnunardegi Myrkra músíkdaga, fimmtudaginn 29. janúar, mun Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflytja verkið Benthos eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Í tilefni þess buðum við Maríu að taka við stjórninni á Art Music lagalistanum okkar. Hún samþykkti og sendi okkur þennan stórbrotna lagalista sem má hlusta á hér fyrir neðan.
María Huld Markan Sigfúsdóttir er meðal okkar ástælustu tónskálda. Hún hefur verið meðlimur strengjasveitarinnar amiina frá árinu 1999 en hljómsveitin hefur gefið út fjölda platna og spilað út um allan heim, þar á meðal sem strengjasveit Sigur Rósar á árunum 2000–2008.
Samhliða ferlinum með amiina hefur María Huld samið tónlist fyrir sinfóníuhljómsveitir, kóra, dansverk og kvikmyndir. Verk Maríu hafa verið tilnefnd og unnið til fjölda verðlauna og má þar til að mynda nefna Grammy tilnefninguna sem verk hennar Oceans á plötunni Concurrence hlaut árið 2021.
Lagalisti Maríu Huldar er holdgerving skammdegisins. Hann samanstendur af mörgu af því besta sem íslensk samtímatónlist hefur upp á að bjóða en inn á milli má finna litla ljóstíru í formi dægurlagaperla sem færa okkur vonarglætu og veita innsýn inn í þá fjölbreyttu tónlist sem tónskáldið sækir innblástur sinn í.
Hér má finna allar upplýsingar um Myrka músíkdaga
.jpg)
.jpg)